mánudagur, desember 5

i´´m dreaming of a white christmas...

Ég hef aldrei á minni litlu lífsleið hlakkað svona til jólanna og leiðst í prófunum. Auðvitað finnst mér ekki gaman í prófum, en einbeitningarleysið er að ná hámarki...

kannski er það bara tölfræðin og limewire að kenna...

ég er sjúk í að ná mér í hin og þessi jólalög og er nú komin með mest allt Grinch soundtrackið sem og Home Alone..skemmtilegt það.

Ég er aðeins byrjuð að skreyta en sökum smæðar íbúðarinnar er ekki hægt að koma miklu fyrir...því miður...

mig langar helst að fá nýja ameríska jólatréð sem amma var að kaupa og skreyta það..svo langar mig að hafa seríu í stofuglugganum, láta jólakúlur hanga úr loftinu og blasta jólalögin...ég verð að sjálfsögðu í rauðum kjól og dansa um skreyttu íbúðina og raula...baby its cold outside..með henni fráskildu Jessicu minni og exinu hennar...

það er komin lítil sæt sería í einn glugga og allt ilmar af kanilkertinu sem eiríka mín var svo góð að gefa mér...svo gaf amma mér engil og jólatré með ljósum..en það er bara rétt á borð.....

ég væri alveg vís til að fórna sófanum svo ég kæmi fyrir stóru jólatréi sem ég myndi skreyta með gylltum kúlum og rauðum ljósum....

að prófunum.

fyrsta er á miðvikudaginn eða ekki á morgun heldur hinn! er ég búin að læra?

...nei.... er ég búin að vera að semja átfitt fyrir afmælisdaginn og plana hann...? kannski... kann ég að reikna summu kvaðrata í thvíhliða aðfallsgreiningu...? ...nei... en fékk ég uppskirftina að alvöru heitu súkkulaði hjá ömmu möllu og lagði hana á minnið?....kannski bara....

ég reyndar held að lærdómur muni ganga betur þegar ég loksins er búin með helvítis tölfræðina!

ég fór í sálfræði en ekki viðskiptafræði því ég GET EKKI REIKNAÐ....

hvað bíður mín í sálfræðinni??? tölfræði át mæ ears and ass!

jæja, klínan er svo a afmælisdaginn og það ætti að vera bærilegra, ég hef allavega gaman af því og skil það betur en þetta helvíti sem ég er reyna að troða inn í hausinn minn...

hann er reyndar í mótmæla aðgerðum og um leið og ég les eina málsgrein þá lætur hann hana leka út um eyrun.... ekkert sem ég gert við því... ætli þetta sé gild afsökun á prófi fyrir að muna ekki eitthvað?

i just want u for my own...more than u could ever know...all i want for christmast.. is....you.....

talandi um það,

herra.cyber skellti $spurningunni framan í mig í gær; hvað erum við?

hvernig í fjandanum á ég að vita hvað við erum??

Getur einhver sagt mér það?

Þetta er augljóslega mál sem getur aðeins farið á tvenna vegu; byrja saman eða ekki.... ég held það allavega....

ég hélt að við værum bara casually að deita...færi reyndar eftir spyrjanda hvernig ég svara en samt....

ef hann veit ekki hvað við erum hvernig á ég þá að vita það?

Fólk er alltaf að spyrja svona óþægilegra spurninga...reyndar hélt ég að við stelpurnar væru þær einu sem fengu -hvað eru þið- spurninguna.. ég hélt að strákar væri tú kúl for skúl, greinilega ekki.

Niðurstaðan varð sú að þetta mál þarf að ræðast undir fjögur augu....

spennandi það...

ég sem var loksins loksins hætt að fá spurninguna -hvað eru þið?-

fólk er alltaf að reyna klína stimpli á allt saman í þessum heimi, eins og grár sé óþægilegur litur.

Ef það er ekki óþekkur krakki sem er ofvirkur með athyglisbrest, þunglyndir einstaklingur með prófkvíða og lélegur námsmaður með lesblindu....

hver eru hin eiginlegu mörk að einhver kallist kærasti?

er það ekki bara klassíska spurningin...viltu byrja með mér?

varla fer annar aðlinn að kalla hinn kærustu án þess að hinn viti það??

(ég hef reyndar lent í því, frekar vandræðalegt, fyrir hann, mjög fáir sem fá kærasta stimpilinn hjá mér..hafa það á hreinu)

Þetta verður spennandi umræða og eflaust heit rökræða um túlkunarfræði..

en miðað við fyrri svör og reynslu myndi ég ekki segja að við værum kæró..allavega ekki svona hefbundin hugmynd um kæró...

æ what the hell, ég hef ekki hugmynd.... kemur bara í ljós.

Ég er að verða frænka í maí....Særún, yngsta systirin, er ófrísk... Mikil gleði í fjölskyldunni minni við þessa fjölgun...Ég eyddi einmitt laugardeginum mínum í að hjálpa henni að flytja inn í höllina sína með eiríku og mömmu..gaman að því..

ég er komin í 11 tíma svefn á hverri nóttu og 2x1 klst blundi yfir daginn.. hressandi svona í prófunum...

þetta er í lagi...

ég á flugmiða :)

best að reyna að læra...reyna...stuff me up...with wisdom...

hvatningarorð eru vel þegin....

siggadögg

-sem byrjar daginn á kanye west í bland við jólalög-

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga mín !!!

þú ert yndisleg,góðhjörtuð,falleg,góður vinur,skemmtileg,fyndin,lífsglöð, með góða nærveru og svo margt margt meira Guð setti fólk eins og þig á jörðina til að make the world a better place.
Frá því að ég kynntist þér hefur þú reynst mér betri vinur en nokkur gæti ímyndað sér og mér þykir óendanlega vænt um þig..
Það er enginn eins og þú

Er líka að rotna úr lærdómi og held að rassinn á mér sé samgróinn við stólinn mennnnn nú er ég komin með nóg.
Annað sem við vorum að ræða í gær varðandi hvenær maður er kærustu par og hvenær ekki hmmm I feel you pain systa... hhehe þetta er órtúlega skrítið stundum en þetta kemur sem betur fer allt í ljós á endanum

kúr asap sæta mín
love you
Djónes

Nafnlaus sagði...

My opinion... It's casual untill, I Love you

Skelltu þessu í andlitið á honum til að athuga hvað hann segir, vertu smá Evil og komdu honum úr jafnvægi.

Mystery Man

eks sagði...

svart-hvítt röndótt er svo MIKLU flottara en grátt..... ;) Lesa fyrir próf! ég er eimmitt að fara í próf 16 des í.... þarna... man ekki hvað það heitir....... en ég er á fullu að spekulera út afmælisgjöfina handa þér :)

Nafnlaus sagði...

hellú....jóna og fleiri eru búnir að vera svo öflugir í hvatningarorðunum að ég ætla bara að ath....áttu flugmiða hingað?? and if so - hvenær??? tell me tell me...

Sigga Dögg sagði...

ohhh jona dögg, þu ert svo mikill engill...eg veit ekki hvort það seu til fleirri hros i þessum heimi.. en þu færð þau öll sinnum 100 aftur til þin, fallega prinsessa :)

elsan min: gangi þer vel i nafnalausa profinu, eg er buin 19.des og eg vil labbi deit þann 20!! eg sakna fallegu litlu prinsessunnar og þin :)

vala min: sko, eg a flugmiða eiginlega bar hvert sem er... ætli eg leyfi jolafriiunu ekki að raða hvort eg fari aftur til köben i brað... ;)

mystery man: aldrei að vita nema eg segi þetta bara...en samt... tja...neibbs...held barasta ekki.. we´´ll see

eks sagði...

ó Já þú átt sko labbi deit þann 20, ekki spurning :)